Ég gerði þennan fína lax fyrir mömmu mína og bróðir minn í gærkvöldi og vorum við öll sammála um að þetta væri stórgóður matur.
Lax er í miklu uppáhaldi hjá mér en ég reyni að hafa feitan fisk einu sinni í viku, hann er ríkur af D-vítamíni sem við íslendingarnir fáum ekki nóg af og inniheldur einnig mikið magn af hollum fitusýrum. Laxinn er mjög feitur og þar af leiðandi mun hitaeiningarríkari en hvítur fiskur, þessi uppskrift er því frekar hitaeiningarík en bráðholl er hún engu að síður.
Uppskriftin er fyrir fjóra:
1 kg laxaflök
1 sítróna
20 g íslenskt smjör
Nokkrar greinar ferskt garðablóðberg
Salt og pipar eftir smekk
2 dl bygg
2-3 geirar hvítlaukur
1 grænmetisteningur
Sjóðið bygg eftir upplýsingum á pakkanum en bætið hvítlausgeirum og grænmetistening út í vatnið.
Hitið ofnin í 180°.
Raðið laxaflökunum í eldfast mót, setjið smá bita af smjöri á hvert flak og kryddið með salti og pipar. Skerið því næst hálfa sítrónu í sneiðar og raðið ofan á laxaflökin og svo loks nokkrar greinar af garðablóðbergi.
Bakað í 10-20 mín eftir því hversu þykk flök þið eruð með, kreistið safann úr hinum helming sítrónunnar yfir fiskinn þegar hann kemur úr ofninum. Berið fram með hvítlauksjógúrtsósu og fersku salati.
Hvítlauksjógúrtsósa:
1 dós hrein jógúrt (180 g)
2-3 hvítlauksgeirar
Safi úr einni sítrónu
1/2 tsk salt
1/2 tsk svartur pipar
Blandið öllu saman í skál og látið standa í ískáp í a.m.k 10 mín áður en sósan er borin fram.
Í skammti fyrir einn eru (salat er ekki tekið með):
Hitaeiningar: 701 kkal
Kolvetni: 48,3 g
Prótein: 59,1 g
Fita: 30,3 g
Trefjar: 10 g
Engin ummæli :
Skrifa ummæli