Mér finnst afskaplega gott að fá mér hrökkbrauð sem millimál, veit fátt betra en að koma heim eftir að hafa farið með eldri strákinn á leikskólann og setjast niður með tebolla og hrökkbrauð með góðu áleggi á meðan litli gaurinn sefur úti í vagni.
Passið bara þegar þið veljið hrökkbrauð að kaupa ekki það sem er með miklum viðbættum sykri, ég nota oftast spelt hrökkbrauð frá Burger en auðvitað eru bestu hrökkbrauðin þau sem maður gerir sjálfur.
Hér á eftir koma nokkrar hugmyndir sem hægt er að setja ofan á hrökkbrauð, svo er nátturulega hægt að setja þetta á ýmislegt annað líka eins og rískökur eða holl hafrakex.
Hrökkbrauð með stöppuðu avókadó og kirsuberjatómötum:
2 hrökkbrauð
1 lítið avókadó - stappað (c.a. 80 gr)
3-4 kirsuberjatómatar
Gott krydd - ég nota oftast svartan pipar eða piparblöndu en þið getið notað hvað sem er
Í hverjum skammti eru:
Hitaeiningar: 241 kkal
Kolvetni: 13,5 g
Prótein: 6,0 g
Fita: 18,5 g
Trefjar: 5,0 g
2 hrökkbrauð
Hálfur stór banani, stappaður
Nokkrir mangóbitar
2-3 jarðarber
Í hverjum skammti eru:
Hitaeiningar: 127 kkal
Kolvetni: 25,9 g
Prótein: 3,3 g
Fita: 0,9 g
Trefjar: 4,5 g
Kolvetni: 13,5 g
Prótein: 6,0 g
Fita: 18,5 g
Trefjar: 5,0 g
Hrökkbrauð með kotasælublöndu og harðsoðnu eggi:
Þetta er mitt allra uppáhalds þessa dagana, þessi blanda gefur dásamlegt bragð.
2 hrökkbrauð
50 gr kotasæla
1 msk hrein jógúrt
2 tsk fersk steinselja
1 harðsoðið egg
Paprikukrydd eftir smekk
Blandið saman kotasælu, jógúrti og steinselju og setjið á hrökkbrauðin. Leggið eggið yfir og svo loks paprikuduftið, þetta er algert lostæti sem ég mæli með að allir prófi.
Í hverjum skammti eru:
Hitaeiningar: 204 kkal
Kolvetni: 14,9 g
Prótein: 15,7 g
Fita: 9,0 g
Trefjar: 3,1 g
Í hverjum skammti eru:
Hitaeiningar: 204 kkal
Kolvetni: 14,9 g
Prótein: 15,7 g
Fita: 9,0 g
Trefjar: 3,1 g
Hrökkbrauð með stöppuðum banana, mangó og jarðarberjum:
Þetta hrökkbrauð er ferskt og gott og ekki skemmir fyrir að leikskólabarninu á heimilinu finnst það æðislegt.
Hálfur stór banani, stappaður
Nokkrir mangóbitar
2-3 jarðarber
Í hverjum skammti eru:
Hitaeiningar: 127 kkal
Kolvetni: 25,9 g
Prótein: 3,3 g
Fita: 0,9 g
Trefjar: 4,5 g
Engin ummæli :
Skrifa ummæli