sunnudagur, 20. október 2013

Hressandi melónuboozt

Fyrsta færslan komin í loftið ! Mig hefur lengi langað til að búa til síðu sem er eingöngu með hollum uppskriftum og upplýsingum um næringarinnihald en hef verið lengi að þora af stað. Nú er þorið loksins komið og fyrsta færslan tilbúin, pínu fiðrildi í maganum yfir því. 

En allavega fyrsta uppskriftin sem ég ætla að deila með ykkur er eitt uppáhalads booztið mitt. Ég er svo heppin að eiga yndislega fjölskyldu sem gaf mér frábæran blandara í afmælisgjöf í fyrra, hann hefur verið notaður óspart seinasta árið. Það er svo einfallt og fljótlegt að búa til góða safa eða boozt og maður getur gert fyrir marga í einu. Þetta melónuboozt geri ég mjög oft fyrir mig og manninn og okkur finnst það alltaf jafn ferskt og gott. 



Uppskriftin gefur tvo skammta: 

1 lítil dós vanillu skyr.is
1 bolli hunangsmelónu bitar
1/2 - 1 pera, afhýdd og skorin í bita
1/2 banani
Hreinn appelsínusafi til þynningar, fer eftir smekk hvers og eins hversu þunnt boozt þið viljið, ég nota c.a. 250 ml
Nokkrir klakar

Allt sett í blandarann og maukað þar til kekkjalaust 


Í einu glasi eru: 
Hitaeiningar: 160 kkal
Kolvetni: 27,6 g
Prótein: 10,5 g
Fita: 0,6 g
Trefjar: 2,0 g

Í allri uppskriftinni eru: 
Hitaeiningar: 320 kkal
Kolvetni: 55,2 g
Prótein 21 g
Fita: 1,2 g
Trefjar: 4,0 g

Engin ummæli :

Skrifa ummæli