Þessi morgunmatur er í miklu uppáhaldi hjá mér, mér finnst svo gott að vakna um helgar og fá mér aðeins betri morgunmat en á virkum dögum.
Það er hafsjór af múslítegundum á markaðinum í dag en flest þeirra eru með miklum viðbættum sykri og mörg alls ekkert hollt. Passið því þegar þið kaupið múslí að kaupa gróft og að það sé ekki mikill viðbættur sykur í því. Ég kaupi oftast þetta hér frá Himneskri hollustu:
Jógúrt með múslí og berjum, fyrir einn:
1 dós hreint jógúrt (180 g)
3 dropar vanillu stevia
1 dl gróft múslí
1 dl blönduð ber, fersk eða frosin (ég notaði jarðaber og bláber)
Blandið saman jógúrti og steviadropum, setjið í skál og bætið múslí og berjum útí.
Í hverjum skammti eru:
Hitaeiningar: 332 kkal
Kolvetni: 45,4 g
Prótein: 12,7 g
Fita: 11,1 g
Trefjar: 4,3 g
Engin ummæli :
Skrifa ummæli