föstudagur, 25. október 2013

Bragðmikil kjúklingabaunasúpa


Ég gerði þessa dýrindis súpu fyrir okkur manninn í kvöld, hann er mikið fyrir bragðmikinn mat og biður reglulega um þessa súpu. Þar sem hann var nú að koma heim frá útlöndum þá varð maður að láta það eftir honum að elda hana fyrir hann og þá fáið þið einnig að njóta góðs af.


Bragðmikil kjúklingabaunasúpa, fyrir fjóra:

1-2 msk ólífu olía
1 sæt kartafla
1 laukur
2 rauðar paprikur
2-3 hvítlauksrif
1/2 tsk cayenne pipar
1 tsk paprikukrydd
1 msk karrý
1 L grænmetissoð (vatn og teningur)
400 ml light kókosmjólk (1 dós)
2 msk tómatpúrra
350 g kjúklingabaunir (1 dós)
2 msk ferksar kryddjurtir (má sleppa)

Byrjið á að skera sæta kartöflu, lauk og paprikur í bita. Mýkið kartöflubitana upp úr olíunni í stórum potti en passið að þeir verði ekki brúnir. Bætið síðan lauk og papriku út í og steikið þar til það er farið að mýkjast. 
Pressið hvítlauksrifin og bætið þeim út í pottinn ásamt cayenne pipar og paprikukryddi, látið krauma í 2-3 mín. 
Bætið því næst karrý og grænmetissoði út í og látið sjóða í 6-8 mín eða þar til kartöflubitarnir eru alveg mjúkir. Bætið þá rest út í og látið sjóða í um það bil 10 mín eða þangað til baunirnar eru orðnar heitar í gegn.
Stráið ferskum kryddjurtum yfir í lokinn og berið fram með sýrðum rjóma og naan brauði.

Í einni skál (350 ml) eru : 
Hitaeiningar: 390 kkal 
Kolvetni: 51,8 g
Prótein: 10,6 g
Fita: 15,8 g

Í einni skál, með 2 msk 10% sýrðum rjóma og einu litlu naanbrauði:
Hitaeiningar: 520 kkal
Kolvetni: 68,9 g
Prótein: 14,4 g
Fita: 20,1 g 


Engin ummæli :

Skrifa ummæli