Þessar amerísku pönnukökur eru eitt það besta sem ég fæ, geri þessa uppskrift mjög oft á morgnana um helgar en á það til að gera þetta líka um miðjan dag þegar ég kem heim af æfingu. Þær eru einfaldar og fljótlegar og þegar það kemur að því að setja ofan á þær eru möguleikarnir endalausir. Ég hef t.d. sett hunang, agave sýróp, ávexti, ber, kókosflögur, hnetusmjör og 70% súkkulaði.
Um að gera að leifa hugmyndarfluginu að ráða ferðinni og prófa sig áfram.
Amerískar pönnukökur
2 dl haframjöl
2 dl kotasæla
4 eggjahvítur
Setjið allt í blandara og blandið þar til allt hefur blandast vel saman. Setjið c.a. 1/2 ausu á heita pönnu og bakið þar til gullið báðu meginn. Uppskriftin gefur um 5 meðalstórar pönnukökur.
Upplýsingar um næringarinnihald:
Skammtastærð: 2 meðalstórar pönnukökur ( neita að trúa því að það fái sér einhver bara eina ;) )
Hitaeiningar: 189,6 kkal
Kolvetni: 20,5 g
Prótein:17,9 g
Fita: 4,0 g
Skammtastærð: 2 meðalstórar pönnukökur með 1 msk af hunangi og 50 g blönduðum berjum
Hitaeiningar: 272,3 kkal
Kolvetni: 40,1 g
Prótein: 18,3 g
Fita: 4,3 g
Engin ummæli :
Skrifa ummæli