Þessar kókoskúlur eru dásamlegar. Uppskriftin er frekar stór og gefur rúmar 80 kúlur, það er því tilvalið að henda þeim í frysti og taka nokkrar út þegar sykurþörfin læðist að manni. Ein kúla er ekki nema rétt yfir 30 kaloríur þannig að maður getur alveg leyft sér nokkrar inni í miðri viku án þess að fá samviskubit ;) Svo eru þær líka svo fallegar og gaman að setja þær í fallega skál og bjóða upp á þegar gestir koma.
Súkkulaði Kókoskúlur:
1 bolli hakkaðar hnetur eða möndlur, mér finnst heslihetur eða kasjúhnetur bestar
1 bolli kókosmjöl
2,5 bollar hakkaðar döðlur
3,5 msk hreint kakóduft
1 tsk vanilla extract
Hunang eftir þörfum
Leggið döðlurnar í bleyti í 15 mín og setjið svo í blandara eða matvinnsluvél ásamt restinni af innihaldsefnunum að undanskyldu hunanginu, blandið í 3-4 mín eða þar til allt hefur blandast vel saman og bætið hunangi út í eftir þörfum þannig að þetta verði þykkur massi, u.þ.b. 2-3 msk.
Látið degið standa í nokkrar mín og búið svo til munnbitastórar kúlur, veltið upp úr kókos og setjið í kæli í klukkustund eða lengur.
Upplýsingar um næringarinnihald:
Skammtastærð: Ein kúla, 8 g.
Hitaeiningar: 31,1 kkal
Kolvetni: 2,9 g
Prótein: 1,5 g
Fita: 1,5 g
Engin ummæli :
Skrifa ummæli