Þið hafið kannski tekið eftir því en ég er með æði fyrir avocadó, þarf að passa mig svo að það verði ekki eingöngu avócadó uppskritir á þessari síðu ;)
En ég gerði þetta guacamole í dag og það er svo gott. Það er hægt að nota það sem meðlæti með mjög mörgu, kjöt, fiski, kjúkling og auðvitað öllum mexícóskum mat, minn maður stelur því meira að segja og borðar með snakkinu sínu á kvöldin. Ekki er verra að það tekur enga stund að gera það og því er það oft á borðum hjá okkur með kvöldmatnum, eða sem álegg á hrökkbrauð eða hrískökur.
Uppskriftin gefur u.þ.b. 2 bolla af mauki.
Guacamole uppskrift:
3 meðalstór vel þroskuð avócadó
Hálfur ferskur Chili pipar
2 hvítlauksgeirar
Hálfur rauðlaukur
1 tsk sítrónusafi
Sjávarsalt eftir smekk
Stappið avócadóið svo það verði að mauki. Fjarlægið fræ úr chilipiparnum og skerið í eins litla bita og mögulegt er, saxið rauðlaukinn smátt og pressið hvítlauksrifin. Blandið öllum hráefnunum saman í skál og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
Upplýsingar um næringarinnihald:
Skammtastærð: 1/2 bolli
Hitaeiningar: 135,3 kkal
Kolvetni: 8,6 g
Prótein: 1,5 g
Fita: 10,4 g
Engin ummæli :
Skrifa ummæli