Þetta dásamlega pasta er í miklu uppáhaldi, alveg frábær uppskrift sem gaman er að elda á köldum vetrarkvöldum eins og í kvöld. Ég hvet ykkur eindregið til þess að prófa, þið munuð ekki verða fyrir vonbrigðum.
Heilhveitipenne með spínati og sólþurrkuðum tómötum, fyrir fjóra:
300 g heilhveitipenne, hrátt
12 þurrir sólþurrkaðir tómatar, ekki í olíu
100 g spínat
1 msk ólífu olía
3 dl kjúklingasoð (vatn og kraftur)
1/2 dl furuhnetur
2 pressaðir hvítlauksgeirar
1/4 tsk þurrkaðar chilipipar flögur
20 g rifinn parmesan ostur
Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakkanum.
Hitið kjúklingasoðið að suðu og látið allan kraftinn leysast upp í vatninu. Takið pottinn af hellunni og leggið sólþurrkuðu tómatana í soðið og látið mýkjast í 15 mín.
Ristið furuhneturnar á pönnu þar til það verða gullnar og leggið svo til hliðar.
Hitið olíuna á pönnu ásamt chilipipar flögum og hvítlauk, leifið því að hitna í 2-3 mín eða þar til hvítlaukurinn er farinn að mýkjast, bætið þá spínati út í og steikið þar til það er orðið mjúkt.
Takið sólþurrkuðu tómatana upp úr soðinu og skerið í bita, bætið þeim ásamt restinni af soðinu út á pönnuna og látið krauma smá stund.
Blandið pasta, tómatblöndunni og furuhnetum saman í stóra skál og dreifið rifnum parmesan osti yfir.
Upplýsingar um næringarinnihald:
Skammtastærð: 1 meðalstór diskur, 250 g
Hitaeiningar: 373,4 kkal
Kolvetni: 52,5 g
Prótein: 15,2 g
Fita: 11,4 g
Engin ummæli :
Skrifa ummæli