Það er svo gott að eiga einn heimadag inn á milli. Í dag er ég búin að eiða mestum parti af deginum í eldhúsinu og bakaði til dæmis þetta góða brauð. Naut þess til hins ýtrasta að gæða mér á nýbökuðu brauðinu og horfa út í frostið, dauðfegin því að geta verið heima í fæðingarorlofi og dúllað mér í rólegheitunum yfir daginn.
Banana- og döðlubrauð:
150 g spelt
100 g hafrar
5 hakkaðar döðlur
2 vel þroskaðir bananar, stappaðir
1 dl létt ab-mjólk
2 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk kanill
1/2 tsk sjávarsalt
Hitið ofninn í 200°.
Blandið saman spelti, höfrum, lyftidufti, matarsóda og kanil í stóra skál. Hakkið döðlurnar og blandið út í þurrefnin ásamt stöppuðum bönunum, ekki hræra of mikið, aðeins þar til öllu er vel blandað saman. Bætið síðast ab-mjólkinni út í og hrærið létt, ef það er hrært of mikið verður degið seigt.
Þekjið lítið brauðform (marmarakökuform) með bökunarpappír og setjið degið í, passið að það fylli vel út í öll horn og dreifið smá höfrum yfir. Bakið í miðjum ofni í 35-40 mín.
Þekjið lítið brauðform (marmarakökuform) með bökunarpappír og setjið degið í, passið að það fylli vel út í öll horn og dreifið smá höfrum yfir. Bakið í miðjum ofni í 35-40 mín.
Upplýsingar um næringarinnihald:
Skammtastærð : Ein meðalstór sneið, 30 g.
Hitaeiningar: 75,4 kkal
Kolvetni : 15,4 g
Prótein : 2,2 g
Fita : 0,5 g
Trefjar: 1,3 g
Engin ummæli :
Skrifa ummæli