Skellti í þessar muffins seinnipartinn, mikið ofboðslega voru þær góðar, eins og alltaf. Finnst svo gott að eiga til eitthvað svona góðgæti sem hægt er að grípa í þegar mikið er að gera.
Endilega prófið þessar, þið verðið ekki svikin !
Njótið :)
Bláberja og bananamuffins:
2,5 bollar hafrar
1 bolli grísk jógúrt
1/2 bolli bláber
2 þroskaðir bananar
2 egg
1/2 bolli hunang
1,5 tsk lyftiduft, helst vínsteins
1 tsk matarsódi
Fínmalið hafrana og blandið öllum innihaldsefnum að frátöldum bláberjunum vel saman, bætið þeim út í í lokinn og hrærið létt.
Skiptið jafnt í 12 muffinsform og bakið í miðjum ofni við 200° C í 25-30 mín eða þar til þær eru bakaðar alveg í gegn. Það þarf að fylgjast vel með þeim því þær brenna fljótt.
Upplýsingar um næringarinnihald:
Skammtastærð: 1 muffins, 60 g.
Hitaeiningar: 277,6 kkal
Kolvetni: 47,3 g
Prótein: 14, 9 g
Fita: 3,2 g
Engin ummæli :
Skrifa ummæli