mánudagur, 26. maí 2014

Uppáhalds kjúklingasalatið

Nú er sumarið að skella á og veðrið hefur verið frekar gott upp á síðkastið. Þegar vorið kemur fer ég að elda minna af súpum og þess háttar mat og salöt og léttir réttir verða meira áberandi. Í kvöld gerði ég þetta góða kjúklingasalat sem stendur alltaf fyrir sínu, endilega prófið og komist í smá sumarskap í leiðinni. 


Uppáhalds kjúklingasalatið, fyrir fjóra: 
2 skinnlausar kjúklingabringur
2 msk balsamik edik
1 msk ólívu olía
200 g blandað grænt salat
50 g pekan hnetur
1 rauðlaukur
1/2 fetakubbur
Askja jarðarber
Salt og pipar

Skerið kjúklinginn í bita, setjið í skál og hellið yfir balsamik edikinu og olíunni. Steikið bitana á pönnu við meðalháan hita þar til þeir eru fulleldaðir, setjið til hliðar og látið kólna. 
Skerið niður rauðlauk og jarðarber og miljið fetakubbinn. Blandið öllu saman í skál og setjið kjúklinginn ofan á. 

Dressing: 
1/2 bolli ólívu olía
1/4 bolli balsamik edik 
1 tsk hunang
1 tsk Dijon sinnep
1/2 laukur
1 hvítlauksrif
salt og pipar

Saxið laukinn mjög fínt og pressið hvítlauksrifið, blandið síðan öllu saman í vel lokað ílát og hrisstið þar til allt hefur blandast vel. 
Hellið yfir salatið og NJÓTIÐ ! ;)

Upplýsingar um næringarinnihald: 
Skammtastærð: 1/4 af salatinu og 2 msk dressing
Hitaeiningar: 569 kkal
Kolvetni: 16 g
Prótein: 34 g
Fita: 41 g

Ath. að næringarinnihaldið er eingöngu viðmið þar sem hlutföllin af því sem fólk fær af innihaldsefnunum geta verið mjög mismunandi. 
Ef þið viljið fækka hitaeiningunum getið þið t.d. sleppt fetaostinum eða hnetunum. 

Engin ummæli :

Skrifa ummæli