sunnudagur, 5. janúar 2014

Avócadó og mozzarella salat

Langar að byrja á að láta ykkur vita að Hollt í matinn er komið á instagram undir nafninu holltimatinn, getið skoðað það hér. Endilega fylgist með, ég ætla að reyna að vera dugleg að setja inn myndir af því sem ég er að borða og þá vonandi gefa ykkur hugmyndir í leiðinni. 

 Ég skoða mikið heilsusíður og önnur blogg á netinu til að fá hugmyndir og síðan Pinterest kemur þar að góðum notum. Þessa uppskrift fann ég upprunalega þar og hef gert þetta salat ansi oft í hádeginu, það er þæginlegt að taka það með í nesti eða að skella í það hérna heima í hádeginu. Uppskriftin hefur þó breyst eitthvað aðeins síðan ég fann hana fyrst enda geri ég þetta núna alltaf eftir minni. 


Avocadó og mozzarella salat, fyrir tvo:
1 agúrka
150 g konfekt tómatar
1 avókadó, 2 ef þið notið þessi litlu
1 stór kúla íslenskur mozzarella
1 msk fersk basilika 
1/2 msk jómfrúar olífu olía
1 msk balsamik edik 
1/2 tsk hvítlauksduft
Salt og pipar eftir smekk 

Skerið agúrku, avókadó, tómata og mozzarella í bita og setjið í skál. Skerið ferska basiliku smátt og blandið saman við. Blandið saman ólífu olíunni, balsamik edikinu og hvítlauksdufti og blandið síðan saman við salatið. Saltið og piprið að vild.

Upplýsingar um næringarinnihald: 
Skammtastærð: Helmingur uppskriftar, c.a. 330 g. 
Hitaeiningar: 372,2 kkal
Kolvetni: 4,9 g 
Prótein: 21,1 g
Fita: 29,8 g 

Engin ummæli :

Skrifa ummæli