miðvikudagur, 6. nóvember 2013

Hafragrautur með bláberjum og bananabitum

Suma daga er aðeins meira að gera en aðra, það eru búnir að vera frekar margir þannig í röð á þessu heimili. Þegar maður á mann sem er í útlöndum, leikskólabarn í vetrarfrí og ungabarn sem er að taka tennur þá eru vel útilátnar máltíðir ekki endilega á borðum oft á dag. En morgunmatur er eitthvað sem allir á þessu heimili fá áður en þeir fara út úr húsi, ég gæti ekki byrjað daginn án þess að vera búin að borða neitt, því fáið þið einfalda og fljótlega uppskrift af hafragraut í dag. Svo vonandi fer þetta tímabil að ganga yfir og þið fáið uppskrift af einhverri dýrindis máltíð um eða eftir helgi. 



Hafragrautur með bláberjum og bananabitum, fyrir tvo: 

2,5 dl hafrar
5 dl vatn 
4-5 dropar stevia (getið líka notað hunang eða agave) 
1/2 banani skorinn í sneiðar
1 dl bláber, fersk eða frosin

Setjið hafra og vatn í pott og sjóðið þar til passlega þykkt, bætið þá stevia dropum eða öðru sætuefni út í. Skiptið grautnum í tvær skálar og dreifið bláberjum og bananabitum yfir. Þið getið hellt smá mjólk yfir í lokinn ef þið viljið. 

Í einni skál, þ.e. helming uppskriftar eru: 
Hitaeiningar: 209 kkal
Kolvetni: 37,8 g
Prótein: 6,8 g
Fita: 3,1 g
Trefjar: 6,7 g 

Engin ummæli :

Skrifa ummæli